Til upplýsingar

1. Þessi lagabreyting styrkir ekki grundvöll í hinum dreifðu byggðum landsins, heldur þvert á móti veikir.

2. Heimild í núgildandi lögum heimilar bændum ótakmarkaða framleiðslu mjólkur utan greiðslumarks og fullvinslu, en breytingin skerðist í 15 þús. lítra, sem telst afturför.

3. Enginn hluthafi að nafni Jóhannes Kristinsson er skráður hluthafi í Vesturmjólk ehf og er það miður að formlegur félagsskapur láti frá sér jafndapurlega fréttatilkynningu, innihaldslaust hjal og óhróður og fái hana birta á jafnábyrgum fréttavef og mbl. er

Bjarni Bærings framkvæmdastjóri Vesturmjólkur ehf.


mbl.is Ungir bændur fagna frumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugasemdir

1 identicon

ég hef oft velt því fyrir mér hvers vegna við erum að setja kvóta á innlenda framleiðslu. Hvers vegna má ekki hafa þetta eins og í gamla daga þegar lambakjöt var ódýrara og slátur hús voru í öðru hverju bæjarfélagi. Hvers vegna má ekki bara framleiða mjólk og selja hana, hvers vegna má markaðurinn ekki ráða. Meira framleiðsla minna verð.

Nei á íslandi er það svo að ef sala dregst saman hækkar verðið og aukist sala gerist ekki neitt. ég veit hreinlega ekki um neinn sem kapir til dæmis Lamba kjöt oftar en kannsi tvisar sinnum á ári nema menn séu svo heppnir að finna það gamallt, kryddlegið og á sérstökum súper afsláttum.

Hvers vegna ekki að lækka verðið á þessum vörum svo sem fisk, lambakjöt, nautakjöt, mjókurvörur og jafnvel annari framleiðslu ?

Eru þessar vörur ekki hollar og gæðin alltaf sögð vera vel yfir velsæmdarmörkum ?

Hvers vegna eru þá allir að kaupa innflutt ódýrar ef það býðst á annað borð ?

ég gæti sennilega haldið áfram að skrifa um þetta í allan dag en ég ætla að hlífa öðrum við því og segja, leyfum framleiðslu óhefta, leyfum vinnslu óhefta, lækkum verðið til heimamanna svo þeir geti notið besta hráefnis í heimi á skynsamlegum kjörum.

kveðja

Hjörleifur Harðarson

Áhugamaður um góðan innlendan mat

Hjörleifur Harðarson (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 09:55

2 identicon

c/p úr grein á mbl.is

Stofnendur Vesturmjólkur eru þrír: Axel Oddsson, Bjarni Bærings Bjarnason og Melrakki ehf. Melrakki ehf. er í eigu Norðurárdals ehf. og einn forsvarsmanna Norðurárdals er Jóhannes Kristinsson. Hann er einnig framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Melrakka og í þessari frétt um Þverholt (þar sem Norðurárdalur er skráð til heimilis) kemur fram nafn Jóhannesar Kristinssonar og þátttöku hans í eignarhaldsfélaginu

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/08/12/tonelskar_kyr_i_risafjosi/

Það er alveg rétt hjá þér að Jóhannes Kristinsson sé ekki skráður hluthafi í Vesturmjólk en hann hlýtur að vera stór eigandi að félaginu og félag í hans eigu stærsti innleggjandi í mjólkursamlagið. Þannig er hægt að segja að hann sé einn af aðaleigendunum, í tilkynningu frá ungum bændum er ekkert minnst á að hann sé skráður hluthafi.

Hafdís (IP-tala skráð) 12.8.2010 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Bjarni Bærings Bjarnason

Höfundur

Bjarni Bærings Bjarnason
Bjarni Bærings Bjarnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband